Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1741, 153. löggjafarþing 537. mál: stjórn fiskveiða (orkuskipti).
Lög nr. 26 22. maí 2023.

Lög um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti).


1. gr.

     Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. geta bátar sem eru styttri en 15 metrar að mestu lengd öðlast veiðileyfi með krókaaflamarki noti þeir að lágmarki til helminga vistvæna orkugjafa. Til vistvænna orkugjafa samkvæmt þessari grein teljast rafmagn, vetni, metan og rafeldsneyti. Ráðherra getur með reglugerð heimilað aðra vistvæna orkugjafa með litlu kolefnisspori.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 2023.